Garðaúðun, skaðvaldar í birki, hvað er hægt að gera?

Garðaúðun, skaðvaldar í birki, hvað er hægt að gera?
Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Hringið í 6997092 ef ykkur vantar
að láta úða tré og runna.

bladlus_1Birkiblaðlús og Birkisprotalús
eru skaðvaldur í birki.

Það sem einkennir
lýsnar eru klístruð blöð.

Lúsana verður vart á sumrin.

 

Rifsþéla

Rifsþéla algengur skaðvaldur

Lúsin getur valdið töluverðum skaða.

Aðrir skaðvaldar í birki eru t.d.
Haustfeti, Tígulvefari, Birkivefari,
Birkifeti, Skógfeti, Birkikemba,
Birkihnúðmý, Birkirani, Birkiryð of Birkivendill.

Ef þið verðið vör við grænleitt
skordýr, skoðið vel.

 

 

Vidifeti_lirfa_27_juni_2015

Vidifeti algengur skaðvaldur í trjám

þá gæti það verið Birkiblaðlús
eða Birkisprotalús.

Lúsin sýgur næringu úr sáldæðunum.

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt

Aftur á forsíðu

 

Hafið samband eða hringið
í 6997092 ef ykkur vantar
að láta úða tré og runna.

eitrun asparglitta

eitrun asparglitta, er hægt að eitra fyrir bjöllunni?

Hafið samband  eða hringið
í 6997092 ef ykkur vantar
garðaúðun

asparglitta

asparglitta á laufblöðum

Já það er hægt að eitra fyrir asparglittu.

Asparglittan virðist vera í miklu magni núna.

Hún er afkastamikil bjalla.

Þær geta verið margar á einu laufblaði. Continue reading

Hvað er hægt að úða í mikla hæð?

köngulóaeitrun, garðaúðun hvað er hægt að úða í mikla hæð?
Takk fyrir að koma á síðuna :-)

Hafið samband  eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna við skordýr og köngulær

 

úðað á tré, hæð 10 metrar

úðað á tré, hæð 10 metrar, hljóðlaust og mikil nákvæmni

Með nýrri byltingarkenndri tækni
er hægt að úða tré og hús í
10 metra hæð án þess að nota stiga

Háu trén eru ekki lengur vandamál

Nákvæm stjórnun á eitri er leikur einn

Nýr búnaður framleiddur af viðurkenndum
framleiðanda með yfir 100 ára reynslu í evrópu Continue reading

garðaúðun, köngulóaeitrun góður tími

Garðaúðun, köngulóaeitrun góður tími
TAkk fyrir
að koma á síðuna :-)

Hafið samband  eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna við skordýr og köngulær

Krosskönguló algengust í og við hús

Krosskönguló algengust í og við hús

Þegar úðað er fyrir köngulóm
þarf að nota rétt efni.

Dæmi eru um að notað sé
sama eitur og í garðaúðun.

Rétt er að benda á að eitur sem notað er
á trjágróður virkar í viku til tíu daga max. Continue reading

Er hambjallan skaðleg?

Er hambjallan skaðleg?

Það kom fyrirspurn varðandi hambjölllu (hamgæru). Rétt er að benda á að hambjallan þarf ekki raka eins og silfurskottan en öll dýr þurfa reyndar að fá vökva til að geta lifað. Til að varpa örlitlu ljósi á hana og hvað þarf að gera fyrir eitrun þá er fróðleikur hér að neðan. Til að vera viss um hvaða skordýr er í húsinu er langöruggast að láta greina dýrið. Meindýra- og geitungabaninn getur farið með dýrið í greiningu ef óskað er eftir því. (gsm 6997092)

hambjalla séð ofan frá

hambjalla séð ofan frá

Hún er varla skaðleg í húsum okkar en þar sem eru uppstoppuð dýr og plöntusöfn getur hún verið til vandræða, er gráðug og getur valdið skemmdum. Hún er fyrst og fremst hvimleið og finnst mörgum hún vera “ógeðsleg” vegna þess að hamurinn getur verið víða.

 

 

hambjalla lirfa

hambjalla lirfa

Hambjalla er af ættbálki (Coeoptera) bjallna sem telur vel yfir 300.000 tegundir í heiminum. Hún er svartbrún með gulleitan blett á hvorum skjaldvæng og er 3-4 mm að lengd, sjá nánar

Hambjallan (Reesa vespulae) dregur nafn sitt af hamskiptum sínum. Meðan hún er á lirfustiginu skiptir bjallan um ham 5-7 sinnum og skilur haminn eftir þar sem hún hefur verið.
Þær geta leynst víða eins og til dæmis í skápum, gluggakistum gamalla húsa og víða þar sem gott skjól er að finna. Fullorðnu dýrin eru tiltölulega skammlíf, en tegundin fjölgar sér án þess að frjóvgun fari fram. Karldýr hafa aldrei fundist. Dreifing tegundarinnar fer því greiðlega fram, þar sem ekki þarf nema eitt egg til að koma á fót nýjum stofni á nýjum stað.

Hambjalla púpan

Hambjalla púpan

Eggin klekjast út á tveimur vikum, en vaxtartími lirfanna er breytilegur og fer eftir aðstæðum. Við slæm skilyrði gæti uppvöxturinn tekið töluvert lengri tíma en eitt ár, og geta lirfurnar lifað marga mánuði án þess að fá mat eða drykk. Lirfurnar eru þó að öllu jöfnu ákaflega matlystugar

 

 

 

Úðun – Eitrun

  • Eitur: Deltamost blandað í vatn í réttum hlutföllum
  • Sökklar: Borað lítið gat í sökkla og úðað inn í holrými
  • Niðurföll: Niðurföll skoðuð (kannað hvort að önnur dýr séu t.d. silfurskotta)

 

moppa

moppa

Undirbúningur fyrir úðun:

  • Færa til húsgögn í samráði, þannig að hægt sé að úða meðfram veggjum
  • Þrífa þarf meðfram veggjum.
  • Fjarlægja barnaleikföng þannig að ekki sé hætt á að að eitur berist í þau við úðun.
  • Taka allt úr neðstu skápum í innréttingum.
  • Breiða yfir fiska- og fuglabúr.
  • Ef það eru gæludýr eins og hundar eða kettir koma þeim fyrir hjá vinafólki
  • Það má enginn nema sá sem úðar vera á staðnum á meðan eitrun fer fram

Hvað á að gera eftir að búið er að úða:

ryksuga

ryksuga

  • Það er í lagi að koma aftur inn í hús að fjórum klst. liðnum ef allt er eðlilegt
    • Ef um asma eða önnur sambærileg tilfelli er að ræða þá 24 klst.
    • Ófrískar konur 24 klst.
    • Lítil börn og gæludýr 8 klst.
    • Eftir úðun, þrífa með þurrmoppu eða ryksuga.
    • Ef þrifið er með blautu skal skilja eftir u.þ.b 10 sm frá vegg í 3-4 vikur.

     

    • Það er mjög líklegt að fólk sjái eina og eina bjöllu næstu vikurnar en svo hverfur þessi ófögnuður alveg, sé rétt að úðun staðið.
    • Ekki er hægt að lofa að hambjöllu sé útrýmt eftir eitrun
    • Það getur þurft að eitra aftur

 

Heimildir: Myndir af neti